top of page

Draumakort

Hver er þín vegferð ?
Draumakort 2.jpg

Sköpun, framtíðarsýn, gleði

Námskeiðslýsing

Hefur þú hugleitt hverju þig langar að breyta eða bæta í lífinu?
Á þessu námskeiði gefum við okkur tíma til að staldra við, tengjast sjálfum okkur og sjá lífið í nýju ljósi.

Við vinnum með myndir, liti og orð til að skapa draumakort, kort um framtíðina eða núið þar sem við setjum fram það sem nærir, kallar á okkur og hvetur okkur áfram.
Þetta er skapandi og skemmtileg kvöldstund þar sem þú þarft hvorki að vera listamaður né hafa ákveðna stefnu. Þú þarft bara að mæta eins og þú ert, vera forvitin, opin og tilbúin til að skoða hvað skiptir máli fyrir þig.

 

Ferlið

Við byrjum á einföldum æfingum sem hjálpa þér að skýra hugsanir þínar og áherslur.
Síðan vinnum við með efniviðinn til að setja saman draumakort sem endurspeglar þína eigin sýn, tilfinningar og innri stefnu.
Kortið getur orðið verkfæri sem minnir þig á hvert þú ert að fara eða einfaldlega speglað það sem er mikilvægt fyrir þig núna.

 

Þetta snýst ekki um markmið - heldur rými
Við setjum ekki mælanleg markmið eða áætlanir.
Við vinnum með sjónræna framsetningu sem hjálpar til við að hugsa skýrar, sjá tengsl og finna nýjar leiðir framávið.
Margir segja að draumakortið þeirra hafi fangað eitthvað sem þeir gátu ekki sett í orð og opnað nýja leið til breytinga og vellíðunar. 
 

Tímalengd og þátttaka
2. klst.

Kvöldnámskeið (20:00 - 22:00) 
Fjöldi 10 –18 þátttakendur
Farið verður af stað þegar lágmarks þátttöku er náð.

Innifalið
Öll námskeiðsgögn
Létt hressing

Staðsetning
Lífsgæðasetur - St. Jó, Hafnarfirði

Verð: 6.500 kr.
 

Fyrir vinnustaði og hópa
Náskeiðið er einstaklega skemmtilegt fyrir vinahópa, starfsmannahópa,  saumaklúbbinn o.fl. og er þá gott að bóka á vinsemd@vinsemdis.is
Einnig komum við á vinnustaði og getum aðlagað verkefnin að þörfum vinnustaðarins, hvort sem áherslan er á samvinnu, sköpun eða starfsanda.

Hafið samband fyrir nánari upplýsingar á vinsemd@vinsemd.is

Leiðbeinendur
Námskeiðið er samstarfsverkefni Vinsemdar og NIASO þar sem þær Ína og Nína taka höndu saman.

Ína andlitsmynd 228i8.JPG

Ína Sigurðardóttir er sálgætir, kennari, markþjálfi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum með áherslu á geðheilbrigði og áföll. Ína er einnig í listmeðferðarnámi við Háskólann á Akureyri og hefur áralanga reynslu í stuðnings- og fræðslustarfi með einstaklingum og hópum. Hún leggur áherslu á nærgætni, fagmennsku og skapandi nálgun í vinnu sinni.

Nína Snorradóttir er hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri og núvitundar og hugleiðslu kennari. Nína er einnig í listmeðferðarnámi hjá Háskólanum á Akureyri og með víðtæka reynslu af starfi með fólki í viðkvæmum aðstæðum. Hún leggur áherslu á faglegan og hlýjan stuðning og að skapa öryggi og innri ró.

vinsemd22.png
Vinsemd
Suðurgata 41
220 Hafnarfirði
  • White Facebook Icon
  • White Instagram Icon

© 2025 by Sigurdardottir. Powered and secured by Wix

bottom of page