Skapandi úrvinnsla

Skapandi úrvinnsla getur verið öflug leið til að vinna með tilfinningar og líðan án þess að þurfa að finna réttu orðin. Í skapandi úrvinnslu er ekki lögð áhersla á hæfileika í myndlist, heldur á ferlið sjálft, að tjá, skoða og skilja það sem býr innra með okkur með aðstoð lita, forma, mynda og annarra skapandi miðla.
Ég er nemi í listmeðferðarfræði og býð þjónustuþegum mínum að nýta aðferðir sem byggja á nálgun listmeðferðar sem hluta af viðtölum eða námskeiðum, þegar það á við. Það er ávallt gert í samráði við viðkomandi og með skýrum mörkum um að um skapandi úrvinnslu og stuðning sé að ræða, en ekki meðferð.
Skapandi úrvinnsla getur verið sérstaklega hjálpleg fyrir þau sem:
-
eru að vinna með sorg, kvíða eða áföll
-
finna fyrir streitu eða spennu í líkama og huga
-
vilja dýpka tengsl við eigin tilfinningar
-
eiga erfitt með að tjá sig í orðum
-
vilja efla sig og eru tilbúin í sjálfsvinnu
-
eru börn og unglingar


