Sáttamiðlun

Sáttamiðlun er ferli sem styður fólk í að vinna úr ágreiningi með samtali, virðingu og gagnkvæmum skilningi. Markmiðið er ekki að finna hver hafi rétt fyrir sér, heldur að skapa rými þar sem allir fá að tjá sig, hlusta hver á annan og leita sameiginlegra lausna.
Sáttamiðlun byggir á trúnaði, hlutleysi og jafnvægi. Sáttamiðlarinn heldur utan um samtalið og skapar öruggt rými þar sem einstaklingar geta unnið með samskiptaörðugleika, tilfinningar og ósamræmi á eigin forsendum.
Að fara í sáttamiðlun getur verið mikilvægt skref til að endurheimta traust, bæta samskipti og skapa friðsamari framtíð hvort sem um er að ræða fjölskyldutengsl, samstarf eða önnur tengsl.
Sáttamiðlun hentar þegar:
-
einstaklingar vilja skilja hvorn annan betur
-
ágreiningur hefur staðið lengi án lausnar
-
vilji er til að bæta tengsl og ná jafnvægi
-
misskilningur eða ósætti veldur streitu og fjarlægð
-
fólk vill leita lausna án þess að fara í átök eða dómskerfi
Fyrirkomulag sáttamiðlunar:
-
Einstaklingar sammælast um að leysa ágreining sinn með hjálp sáttamiðlunar.
-
Sáttamiðlari fær staðfestingu á þátttöku.
-
Einstaklingar og sáttamiðlari gera með sér samkomulag um sáttamiðlun í upphafi sáttamiðlunar.
-
Sáttafundur hefst með opnun sáttamiðlara um markmið fundarins, hlutverk hans, hlutverk allra einstaklinga og umfjöllun um trúnað.
-
Einstaklingar gera grein fyrir upplifun sinni af ágreiningi.
-
Farið yfir hagsmuni, sjónarhorn og þarfir allra einstaklinga.
-
Mögulegar lausnir bornar fram.
-
Umræður um lausnir.
-
Komist er að samkomulagi með samningi einstaklinga.
-
Náist ekki samkomulag einstaklinga getur sáttamiðlari gefið út sáttavottorð.
Fyrirspurn og tímabókun á vinsemd@vinsemd.is


